Fréttir

Hér munu verða settar inn ýmsar fréttir sem tengjast vefnum. Þar sem ómögulegt er að þýða hverja frétt yfir á öll tungumál vefsins verða fréttirnar settar á ensku fyrir öll hin tungumálin.

 

5.11.2015

Tveir stærðfræðileikir eru væntanlegir á vefinn á næstu vikum – þið getið farið að hlakka til 🙂

15.4.2015

Góðar fréttir í dag 🙂  Þróunarsjóður námsgagna hefur ákveðið að veita okkur styrk til að setja tvo nýja stærðfræðileiki á vefinn auk þess sem það munu koma þar inn uppskriftir af spilum, leikjum og öðrum viðfangsefnum sem tengjast stærðfræði.

 

14.4.2015

Þróunarverkefnið gengur vel og komnar eru 8 uppskriftir af spilum og öðrum viðfangsefnum sem tengjast læsi. Rímvinnu er lokið og iPad leikurinn kominn í hendur hönnuðar og forritara og vonandi kemur appið í Appstore í mai. Rímlottóið verður á íslensku, dönsku, sænsku, ensku og pólsku og verður hægt að lesa inn rímorð. Leikurinn verður ókeypis og án auglýsinga svo endilega fylgist með 🙂

 

24.1.2015

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur hefur styrkt þróunarverkefni sem mun tengjast paxel123.com. Leikskólinn Nóaborg, 2. bekkur í Háteigsskóla og frístundamiðstöðin Halastjarnan muun vinna saman með læsi fram að skólalokum í júní. Ég mun leiða verkefnið og setja inn á síðuna n.k. uppskriftir af spilum og viðfangsefnum sem tengjast læsi. Þessar uppskriftir eru mínar hugmyndir að mestu leyti og hef ég notað sumar þeirra með börnunum í Nóaborg. Börnin í 2. bekk og í Halastjörnunni munu útbúa viðfangsefni og fer uppskriftin á vefinn. Þau munu einnig vinna með rím með það að markmiði að endurbæta Rímottó sem er hér á vefnum og forrita það fyrir iPad. Elsti árgangurinn í Nóaborg kemur einnig að þessu verkefni og mun vinna með rímið líka. Verkefnið hefst nú strax í byrjun febrúar og fljótlega uppúr því ættu fyrstu uppskriftirnar að koma á vefinn og þið getið útbúið skemmtileg viðfangsefni fyrir krakkana úr efni sem er til í flestum leik- og grunnskólum.

 

15.1.2015

Ég vil minna ykkur sem eigið iPad á að leikirnir Pattern Puzzle Game og Paxel Magic Shape Pictures hafa fengið mjög góða dóma og hægt að nálgast þá hér https://itunes.apple.com/is/app/pattern-puzzle-game/id741471947?mt=8 og hér  https://itunes.apple.com/is/app/paxel-magic-shape-pictures/id858006396?mt=8  Þessir leikir eru báðir hér á vefnum en hafa verið útfærðir á skemmtilegan hátt fyrir iPad.

 

25,11,2014

Nú eru verkefnablöðin sem hægt er að prenta út komin yfir 100. Endilega kíkið á þau og látið mig vita ef þið sjáið einhverjar villur. Netfangið mitt er annamagga60@gmail.com

28,08,2014
paxel123.com á að vera kominn í lag núna. Ég er búin að prófa að spila hluta úr þeim leikjum sem eru núna á vefnum og allt virðist virka. Endilega látið vita ef þið rekist á villu í gegnum tölvupóst á netfangið annamagga60@gmail.com eða á facebook síðunni okkar paxel123.com

27,08,2014
Það er bilun á paxel123.com – við erum að vinna að því að leysa vandamálið og vonumst til að síðan verði komin í loftið innan skamms á ný.

29,04,2014
Leikurinn Töframyndir af síðunni er kominn út fyrir iPad. Þar heitir hann Paxel Magic Shape Pictures. Fyrstu þrjú borðin eru ókeypis en hægt er að kaupa allan leikinn fyrir 99 cent. Endilega kíkið á þennan glæsilega og skemmtilega leik þið sem eigið iPad https://itunes.apple.com/app/pattern-puzzle-game/id858006396?mt=8

13,02,2014
Frábærar fréttir. Á hátíð alþjóðlega netöryggisdagsins í Brussel í dag hlaut Paxel123 þessa viðurkenningu í samkeppni 1100 vefja með efni fyrir börn: Winners of the best online content awards in four categories: “Adult non-professional – Paxel 123 games for entertaining, educational games for children in pre-school & primary school; developed by a teacher Anna Margrét Ólafsdóttir from Iceland.”

19,01,2014

Leikirnir Formapúsl, Stafarugl og Rímlottó voru fyrstu leikirnir sem komu inn á þennan vef. Þeir voru forritaðir í Java umhverfi. Nýjasta uppfærsla Java gerir það að verkum að við þurfum að breyta forrituninni á þessum leikjum. Á meðan sú vinna er í gangi verða leikirnir ekki aðgengilegir og vonum við að þið verðið bara duglegri að spila hina leikina. Nýr leikur Töframyndir kemur svo inn í kvöld eða á morgun. Okkur þykir þetta leitt með Java leikina en öruggt netumhverfi fyrir börnin skiptir okkur miklu máli og því förum við þessa leið.

18,01,2014

Ef þú þarft að uppfæra Java þá getur verið að þú sért beðinn um leyfi til að keyra forritið áður en þú spilar þrjá af ellefu leikjum hér. Þetta eru leikirnir Stafarugl, Rímlottó og Formapúsl. Verið er að skoða hvað veldur og beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

3,1,2014

Gleðilegt ár 🙂 Nýr leikur er væntanlegur á allra næstu dögum 🙂 Það eru nokkur smáatriði eftir en hann er nánast tilbúinn. Ég var að spila hann og líst mjög vel á 🙂 Þetta er leikur með formum og smá töfrum. Þið getið farið að hlakka til að spila leikinn Töframyndir.

21,12,2013

Kæru notendur paxel123.com. Við óskum ykkur gleðilegra jóla og gæfuríks árs. Þökkum ykkur kærlega fyrir að vera dugleg að nota síðuna á árinu 2013 og vonum að þið haldið áfram að heimsækja okkur á komandi ári. Þið getið hlakkað til tveggja nýrra leikja sem eru væntanlegir í janúar/febrúar en þeir verða einnig gerðir fyrir iPad 🙂 Annar leikurinn er afrakstur vinnu Önnu Margrétar og hópi fimm ára leikskólabarna og hafa þau m.a. teiknað myndir sem notaðar verða í leiknum.

28,11,2013

Leikurinn Mynstur er einn af þeim mest spiluðu á paxel123.com. Nú er búið að hanna hann að nýju og forrita og er hann nú kominn til sölu fyrir iPad. Hægt er að nálgast hann á slóðinni sem fylgir hér með og gefa leiknum svo einkunn með því að velja stjörnur. Leikurinn kostar $2,50 sem eru um 300 kr. íslenskar. Þar sem þessi vefur er og verður ókeypis og án auglýsinga er draumurinn að með því að selja leikina fyrir iPad komi inn einhverjar tekjur til að viðhalda paxel123.com.    https://itunes.apple.com/is/app/pattern-puzzle-game/id741471947?ls=1&mt=8

04,11,2013

Mjög fljótlega verður leikurinn Mynstur aðgengilegur fyrir iPad 🙂 Það er búið að breyta grafík og útliti leiksins og hlökkum við til að sjá hver viðbrögðin verða. Tveir leikir sem koma fljótlega hér inn verða einnig útfærðir fyrir iPad 🙂

11,10,2013

Nú eru komnar leiðbeiningar með “Skrifaðu orð” á öllum tungumálum nema grænlensku en hún kemur síðar. Þar eru leiðbeiningarnar nú á dönsku. Forritun er hafin við næsta leik sem ber heitið “Töframyndir” og þar koma við sögu mismunandi form og smá töfrar 😉

2,10,2013

Nýr leikur er nú kominn á síðuna. Markmiðið er að börnin kynnist lyklaborðinu með því að æfa sig í að skrifa orð. Það eru þrjú erfiðleikastig: 1. Tveggja og þriggja stafa orð, fyrsti stafurinn í hverju orði sést auk þess sem orðið allt sést fyrir neðan myndina. Þegar búið er að skrifa orðið rétt færist myndin að orðinu. 2. Fjögurra og fimm stafa orð en að öðru leyti eins og borð 1. 3. Tveggja, þriggja og fjögurra stafa orð þar sem eingöngu er búið að skrifa fyrsta orðið en það sést ekki í heild sinni fyrir neðan myndina. Myndin færist að orðinu þegar búið er að skrifa það rétt. Leiðbeiningar á öllum tungumálum koma smátt og smátt inn.

25,9,2013

Reiknileikurinn er nú tilbúinn. Þar er hægt að kanna allar mögulegar leiðir til þess að fá útkomuna 6 og 10. Þá eru komnir 9 leikir á pólsku þannig að þið getið bent pólskum vinum ykkar á síðuna.

23,9,2013

Eins og áður hefur komið fram hér í fréttum tekur paxel123.com þátt í stóru evrópsku þróunarverkefni POSCON sem fjallar um þróun og prófun á gæðaefni fyrir börn á netinu. Tveir fundir hafa verið haldnir og sá þriðji verður nú í desember. Áhugasamir geta kynnt sér verkefnið hér á heimasíðu þess http://www.positivecontent.eu/

9,9,2013

Nokkur ný verkefnablöð hafa bæst við og fleiri væntanleg. Nú má finna 76 verkefnablöð sem hægt er að prenta út. Viðbótin við reiknileikinn er aðeins seinna á ferðinni en áætlað var en ætti að vera tilbúin mjög fljótlega. Þá er vinna hafin við næsta leik sem er unninn í samvinnu við fimm ára gömul börn. Þau hafa teiknað fígúrur sem munu verða músarbendillinn í leiknum. Leikurinn er einfaldur skotleikur þar sem á að skjóta niður mismunandi form. Þessi leikur verður einnig gerður fyrir iPad 🙂

23,08,2013

Um helgina eða í byrjun næstu viku verður búið að bæta við að reikna upp í 10 í “Reiknileikur”. Það eru 42 mismunandi leiðir til að reikna upp í 10 og verður það skemmtileg viðbót við að reikna upp í 6 eins og nú er.

18.8.2013

Ég var að bæta við nokkrum verkefnablöðum til útprentunar og fleiri eru væntanleg á næstu dögum og vikum.

20. júní 2013

Að gefnu tilefni vil ég benda á að nauðsynlegt er að hlaða java og flash í tölvuna til að geta spilað leikina. Þá þarf að hlaða midi file til að geta hlustað á tónlistarstefin með leikjunum. Ef farið er inn á hlekkinn Um paxel123 á yfirlitssíðunni má finna hlekki beint á ókeypis niðurhal þessara forrita.

Leikurinn sem var unninn í samvinnu við hóp elstu barna í Nóaborg er nú kominn til hönnuðar. Þetta er skotleikur þar sem á að skjóta niður mismunandi form. Krakkarnir teiknuðu hvert um sig mynd af fígúru og verða þær myndir notaðar í leiknum þannig að áður en byrjað er að spila leikinn velur spilarinn eina fígúru sem verður músabendillinn í leiknum sjálfum og þannig sá sem er að skjóta niður formin. Myndir krakkanna eru stórskemmtilegar og er hönnuðurinn að vinna þær þannig að þær henti leiknum. Þessi leikur mun einnig verða aðgengilegur fyrir iPad.

Þann 5. febrúar s.l. fékk þessi vefur fyrstu verðlaun í samkeppni SAFT á Íslandi um besta barnaefnið á netinu en úrslit voru kynnt á Alþjóða netöryggisdeginum. Paxel123 var annað af tveimur verkefnum sem fengu þessi verðlaun og nú taka bæði verkefnin þátt í samkeppni um besta barnaefnið á netinu í Evrópu en sú samkeppni er nýlega farin af stað.

Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar styrkti Paxel123 til að þýða leikina á pólsku og eru fyrstu leikirnir komnir inn og hinir væntanlegir fljótlega.

Þróunarsjóður námsgagna styrkti nýlega Paxel123 og verður styrkurinn notaður til að bæta við tveimur leikjum á vefinn og einnig gera annan leikinn fyrir iPad. Fyrri leikurinn er væntanlegur í september/október og sá seinni fljótlega upp úr áramótum.

Hópur barna úr elsta árgangi leikskólans Nóaborgar hafa í samvinnu við Önnu Margréti, eiganda vefsins verið að semja tölvuleik sem er væntanlegur á vefinn fyrir skólabyrjun í haust. Þetta verður einfaldur stærðfræðileikur og hafa börnin teiknað myndir sem verða notaðar í leiknum auk þess sem þau ákváðu hvernig leikurinn ætti að vera. Með atkvæðagreiðslu varð niðurstaðan skotleikur 🙂 Þessi leikur er hugsaður fyrir iPad líka.

Fyrsti iPad leikurinn er langt kominn en það er endurbætt útgáfa á leiknum Mynstur sem er hér á vefnum. Leikurinn verður vonandi tilbúinn fyrir haustið.

Paxel123 er þátttakandi í stóru evrópsku þróunarverkefni sem fjallar um þróun og prófun á gæðaefni fyrir börn á netinu. Verkefnið kallast POSCON og koma þátttakendur víðs vegar að úr Evrópu. Fyrsti fundur var í byrjun árs í Berlín og sá næsti er í Amsterdam um miðjan júní. Auk Paxel123 er Rannsóknarstofa um mannlegt atferli sem er í HÍ þátttakandi frá Íslandi.